13.3.2010 | 21:03
Hollenskir sjúklingar krefja hjúkrunarfræðinga um kynlífsþjónustu!!!
Hollensk hjúkrunarkona hefur leitað til stéttarfélags síns til að verja sig eftir að hún hafði neitað að veita hreyfihömluðum sjúklingi kynlífsþjónustu. Stéttarfélagið berst nú fyrir því að kynlífsþjónusta verði ekki ein af daglegum skyldustörfum hjúkrunarfólks. Sjúklingurinn brást hinn versti við þegar hjúkrunarkonan neitaði og reyndi að fá hana rekna úr starfi. Fram kemur í greininni að aðrar hjúkrunarkonur sem höfðu sinnt þessum sjúklingi höfðu beygt sig og látið þjónustuna að hendi við þennan sjúkling. Tímanna tákn og heimur versnandi fer.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2011 kl. 23:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.