...að neita að taka ábyrgð.

Ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Það má segja að það sé tímanna táknneita að taka ábyrgð. Er ekki skelfilega komið fyrir þjóðinni vegna þess að menn gengu fram á fjármálamörkuðum eins og aldrei kæmi morgundagurinn og menn þyrftu aldrei að gangast í ábyrgð ef illa færi. Stjórnvöld og eftirliststofnanir sinntu sinni ábyrgð líka illa. En hvað með endurreisn landsins. Hvað með ríkistjórn sem kennir sig við endurreisn. Skyldi hún ganga fram með góðu fordæmi og sýna ábyrgð, kenna mönnum að taka ábyrgð?

Það þykir mörgum eftirsóknarvert að komast í æðstu stöður landsins. Það er eðlilegt. Slíkum stöðum eins og að vera forsætisráðherra eða fjármálaráðherra fylgja völd og áhrif. Gjarnan fylgir því líka að komast til mannvirðinga og fara í sögubækur. Svo má ekki gleyma því að í slíkri valdastöðu ertu á margföldum launum meðaljónsins, jafnvel 4-5 földum ásamt ýmsum fríðindum s.s einkabílstjóri.  Og ekki þarf maður víst að kvíða því að fara á eftirlaun eftir að hafa gengt slíkri stöðu, því þjóðin er í ævarandi þakkarskuld fyrir þjónustuna við land og þjóð.

En einhverjar kröfur hljóta að vera til æðstu manna landsins. Auðvitað, þeir verða að leggja sig samviskulega fram og gera sitt besta og auðvitað að taka ábyrgð á gerðum sínum, sýna ábyrgð.

Hvað sagði Steingrímur ekki, hvað eftir annað, þegar hann var að berja hina illa gerðu Icesave-samninga í gegn í þinginu. Hann sagði: "Ég mun taka fulla ábyrgð á þessum samningum". En hvað segir hann núna sbr. RÚV í gærkvöldi: "Samningarnir sem við gerðum (Icesave sem þjóðin var að fella) voru þeir bestu sem völ var á á þeim tíma". Er það svo Steingrímur? Gekk ríkistjórnin og samninganefndin eins vel til verka og hugsast gat varðandi mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma. Kallast þetta ekki ódýr leið til að flýja ábyrgð. Ætla Steingrímur og Jóhanna að vera á stöðugum flótta undan þjóð sinni og eigin samvisku varðandi að axla ábyrgð. Nei ábyrgðin mun leita þau uppi,  fyrr eða síðar. Morgundagurinn mun koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband